Barna og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur starfrækt bráðamóttöku fyrir börn og unglinga um nokkurt skeið og er móttakan opin alla virka daga frá 8 til 4. Starfsfólk deildarinnar hefur orðið vart við að sífellt fleiri börn sem koma á bráðamóttökuna eru metin í sjálfsvígshættu.
Bugl er að safna fyrir verkefni sem kallast Lífið kallar og er meðferðarúrræði fyrir þessi börn. Sinfóníhljómsveit Íslands mun vera halda styrktartónleika fyrir verkefnið í dag klukkan 17 og FL Group mun leggja sitt af mörkum. Eins geta þeir sem vilja styðja verkefnið lagt inn á bankareikning söfnunarinnar 0101-26-600600 kt. 601273-0129