Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni. Ronaldinho, Messi og Eto´o eru í fremstu víglínu Barca en athygli vekur að fyrirliðinn Carlos Puyol þarf að sætta sig við að hefja leik á bekknum. Leikurinn er að hefjast og er í beinni útsendingu á Sýn.