Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús 10. september 2006 19:07 Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess. Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess.
Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira