Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti búlgörsku meisturunum Levski Sofia á Nou Camp í meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra, PSV - Liverpool er sýndur beint á Sýn og viðureign Chelsea og Werder Bremen er sýndur beint á Sýn Extra 2.
Lið Barcelona í kvöld:
Valdes, Puyol, Beletti, Motta, Giuly, Eto´o, Ronaldinho, Bronckhorst, Iniesta, Thuram, Deco.
Varamenn: Eiður Smári, Jorquera, Xavi, Zambrotta, Edmílson, Messi, Oleguer