Erlent

Segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamil tígra á Íslandi

Talsmaður ríkisstjórnarinnar á Srí Lanka segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamíl tígra á Íslandi. Stjórnin er hins vegar andvíg því að halda viðræðurnar í Osló í byrjun október.

Það virðist samt vera sem stjórnvöld séu klofin í afstöðu sinni til boðaðra friðarviðræðna. Forseti landsins sagði á alþjóðlegri ráðstefnu í gær að hann myndi hvetja til friðarviðræðna við Tamíl tígrana hvenær sem er. Í morgun birtist svo harðorð yfirlýsing frá talsmanni ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðunin um tímasetningu fundarains og staðarval var harðlega mótmælt. Talsmaðurinn ítrekaði þessa skoðun sína í viðtali við NFS í dag.

Í yfirlýsingu stjórnvalda var þó lögð áhersla á að ráðamenn hefðu skuldbundið sig til að taka þátt í friðarviðræðum með Tamíltígrunum svo fremi að hinir síðarnefndu samþykktu að hætta öllum árásum þannig að hægt verði að sannreyna það. Fjölmiðlar hér á Sri Lanka veltu þeirri hugmynd upp í fyrra að friðarviðræður milli stríðandi fylkinga yrðu haldnar á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×