Fabio Capello reyndi ekki að beina athygli frá þeirri staðreynd að hans menn í Real Madrid voru yfirspilaðir af franska liðinu Lyon í meistaradeildinni í kvöld og sagði heimamenn hafa verið betri á öllum sviðum leiksins, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Lyon spilaði einstaklega vel í kvöld og vann sannfærandi 2-0 sigur, sem hefði í rauninni geta verið miklu stærri. Leikurinn var sýndur beint á Sýn Extra.
"Lyon var miklu betra en við í fyrri hálfleik á öllum sviðum fótboltans. Þeir sköpuðu sér fjölda færa og við vorum óttalega slappir í varnarleiknum. Við eigum enn erfitt verkefni fyrir höndum við að slípa lið okkar saman, en ég er handviss um að við bætum okkur mikið áður en langt líður," sagði Capello.