Viðskipti innlent

Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands.

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir ennfremur að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd.

Í Hagtíðindum segir að á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi útflutningur dregist saman, nú um 6%, en verulega hægt á vexti innflutnings. Innflutning jókst um 6,25 prósent frá sama tíma í fyrr en hafði undanfarna sex fjórðung vaxið um 20 prósent. Samhliða þessu dró mikið úr vexti í einkaneyslu og fjárfestingu.

Verulega hægði á vexti ýmissa liða einkaneyslunnar, svo sem í matvörum,

húsbúnaði og innfluttri þjónustu. Enn er þó talsverður vöxtur í flestum liðum innfluttra neysluvara annarra en kaupa á ökutækjum en þar var tæplega 20 prósenta samdráttur. Fjárfesting jókst um 6,5 prósent í kjölfar 36,5 prósenta vaxtar á fyrstu þremur mánuðum ársins og 37,5 prósenta vaxtar á síðasta ári.

Þá er gert ráð fyrir því að fjárfesting tengd stóriðju- og orkufrekum iðnaði hafi náð hámarki en áfram er mikill vöxtur í íbúðarfjárfestingu, samkvæmt Hagtíðindum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×