Magnús gerir upp við Björgólf Thor 17. september 2006 09:51 Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólffson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. Það stóð lengi stríð í Straumi-Burðarási á milli tveggja eigendafylkinga - önnur var undir forystu Björgólfs Thors, hina leiddi Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Lauk þessu með því að Magnús og hans menn seldu kjölfestuhluti sína í þessum fjárfestingarbanka í sumar. Í Morgunblaðinu í dag gerir Magnús upp þessi átök og vandar Björgólfi Thor ekki kveðjurnar. Segir hann að Björgólfur hafi sótt það fast að Straumur setti tugi milljarða í fjárvörslu Novator sjóðsins - undir stjórn Björgólfs. "Þá sagði ég nei" - segir Magnús og bætir við að þarna hafi fyrst orðið raunverulegur trúnaðarbrestur á milli þeirra. Taldi hann að Straumur gæti fengið amk jafngóða ávöxtun annars staðar og með minni tilkostnaði. Magnús greinir einnig frá því að Björgólfur hafi verið leynilegur kaupandi að myndarlegum hlut í Kaldbaki á sama tíma og Kaldbakur hafi verið að sameinast Burðarási. Sólarhring eftir kaupin hafi Björgólfur svo selt þennan hlut aftur til Burðaráss og hagnast um milljarð. Hafi Björgólfur setið báðum megin borðs sem stjórnarformaður í Samson, sem seldi, og stjórnarformaður í Burðarási, sem keypti. Segir Magnús að þetta dæmi - og önnur - séu til marks um það að hversu brýnt það sé að stjórnendum almenningshlutafélaga sé það ljóst að þeim beri umfram allt að gæta hagsmuna félags síns og allra hluthafa þess - og það jafnt. Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólffson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. Það stóð lengi stríð í Straumi-Burðarási á milli tveggja eigendafylkinga - önnur var undir forystu Björgólfs Thors, hina leiddi Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Lauk þessu með því að Magnús og hans menn seldu kjölfestuhluti sína í þessum fjárfestingarbanka í sumar. Í Morgunblaðinu í dag gerir Magnús upp þessi átök og vandar Björgólfi Thor ekki kveðjurnar. Segir hann að Björgólfur hafi sótt það fast að Straumur setti tugi milljarða í fjárvörslu Novator sjóðsins - undir stjórn Björgólfs. "Þá sagði ég nei" - segir Magnús og bætir við að þarna hafi fyrst orðið raunverulegur trúnaðarbrestur á milli þeirra. Taldi hann að Straumur gæti fengið amk jafngóða ávöxtun annars staðar og með minni tilkostnaði. Magnús greinir einnig frá því að Björgólfur hafi verið leynilegur kaupandi að myndarlegum hlut í Kaldbaki á sama tíma og Kaldbakur hafi verið að sameinast Burðarási. Sólarhring eftir kaupin hafi Björgólfur svo selt þennan hlut aftur til Burðaráss og hagnast um milljarð. Hafi Björgólfur setið báðum megin borðs sem stjórnarformaður í Samson, sem seldi, og stjórnarformaður í Burðarási, sem keypti. Segir Magnús að þetta dæmi - og önnur - séu til marks um það að hversu brýnt það sé að stjórnendum almenningshlutafélaga sé það ljóst að þeim beri umfram allt að gæta hagsmuna félags síns og allra hluthafa þess - og það jafnt.
Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira