Enska knattspyrnugoðið David Beckham viðurkenndi í viðtali við útvarpsmanninn og félaga sinn Chris Moyles að það kveikti í sér þegar konan hans gengi um í búningum af sér. Hann segir konu sína Victoriu gjarnan ganga um í keppnistreyjum sínum í húsi þeirra hjóna og viðurkennir að stundum fái hann morgunmat í rúmið frá konunni í treyju hans einni fata.
Í spjalli við útvarpsmanninn geðþekka kom einnig fram að það gengi fjöllunum hærra að Wayne Rooney væri að taka við hlutverki Beckham sem sá knattspyrnumaður sem samkynhneigðir karlmenn væru hrifnastir af - og að Beckham kynni ekki að hlaða lögum inn á Ipod-inn sinn.