Erlent

Átján látnir eftir sprengingar í námu í Kasakstan

Lakshmi Mittal, forstjóri Mittal Steel, sem rekur námuna í Kasakstan, á blaðamannafundi í Lúxemborg í morgun.
Lakshmi Mittal, forstjóri Mittal Steel, sem rekur námuna í Kasakstan, á blaðamannafundi í Lúxemborg í morgun. MYND/AP

Að minnsta kosti átján námuverkamenn eru látnir og 25 er saknað eftir öfluga metangasssprengingu í kolanámu í Kasakstan í morgun. Sprengingin varð um fimm hundruð metrum undir yfirborði jarða og tókst ríflega 300 kolanámumönnum að komast undan. Fregnir af því hversu margir hafi látist eru óljósar en búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem líður á daginn því ekki hefur tekist að slökkva eldinn í námunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×