Lögbrot að tilgreina ekki upprunaland hráefnis 20. september 2006 19:32 Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira