Sátt næst um hryðjuverkafrumvarp Bush 22. september 2006 12:00 MYND/AP Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. Þetta þýðir að hryðjuverkafrumvarp Bush getur nú farið til lokaumræðu á þingi og Rebúblikanaflokkurinn getur beint sjónum fjölmiðla að öðru en innanflokksdeilum nú þegar styttist óðum í þingkosningar í landinu, en þær verða haldnar í nóvember. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain var einn þriggja þingmanna flokksins sem sögðu Bush að hann gæti ekki komið hryðjuverkafrumvarpi sínu óbreyttu í gengum þingið. Það væri ljóst að Bandaríkjamenn myndu virða Genfarsáttmálann um meðferð á stríðsföngum og því skýlaus krafa þeirra þriggja að pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum yrðu ekki leyfðar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bush féll frá þeirri kröfu sinni að ekki sé hægt að sækja til saka þá fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar sem sinna yfirheyrslum. Samkomulagið felur það einnig í sér að ríkisstjórn Bush getur hafið á ný herréttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum í Guantanamo-fangelsinu en þeim var frestað í júní síðastliðnum. Lögfræðingar þeirra ákærðu fá hins vegar aukinn rétt á að sjá þau sönnunargögn sem eru gegn þeim. Talið er að fjögurhundruð og sextíu fangar séu í haldi í Guantanamo. Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hafa nú verið starfræktar í fjögur og hálft ár. Þar eru vistaðir meintir hryðjuverkamenn. Gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjnum hefur aukist á síðustu árum vegna búðanna. Bush fagnaði samkomulaginu mikið og sagði hryðjuverkalögin eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. Þetta þýðir að hryðjuverkafrumvarp Bush getur nú farið til lokaumræðu á þingi og Rebúblikanaflokkurinn getur beint sjónum fjölmiðla að öðru en innanflokksdeilum nú þegar styttist óðum í þingkosningar í landinu, en þær verða haldnar í nóvember. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain var einn þriggja þingmanna flokksins sem sögðu Bush að hann gæti ekki komið hryðjuverkafrumvarpi sínu óbreyttu í gengum þingið. Það væri ljóst að Bandaríkjamenn myndu virða Genfarsáttmálann um meðferð á stríðsföngum og því skýlaus krafa þeirra þriggja að pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum yrðu ekki leyfðar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bush féll frá þeirri kröfu sinni að ekki sé hægt að sækja til saka þá fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar sem sinna yfirheyrslum. Samkomulagið felur það einnig í sér að ríkisstjórn Bush getur hafið á ný herréttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum í Guantanamo-fangelsinu en þeim var frestað í júní síðastliðnum. Lögfræðingar þeirra ákærðu fá hins vegar aukinn rétt á að sjá þau sönnunargögn sem eru gegn þeim. Talið er að fjögurhundruð og sextíu fangar séu í haldi í Guantanamo. Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hafa nú verið starfræktar í fjögur og hálft ár. Þar eru vistaðir meintir hryðjuverkamenn. Gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjnum hefur aukist á síðustu árum vegna búðanna. Bush fagnaði samkomulaginu mikið og sagði hryðjuverkalögin eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira