Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi 22. september 2006 12:30 Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira