Innlent

Árangurstengd laun minna notuð en fyrir þremur árum

MYND/E.Ól

Hlutabréfakaup, hlutdeild í hagnaði eða annnars konar árangurstengd laun er minna notuð hér á landi í umbun til stjórnenda en fyrir þremur árum. Þetta eru meðal annars niðurstöður nýrrar rannsóknar á mannauðsstjórnun á vegum Háskólans í Reykjavík.

Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi og byggist á svörum 190 stærstu vinnuveitenda á Íslandi, bæði innan opinbera geirans og einkageirans. Rannsóknin sýnir enn fremur að meirihluti íslenskra fyrirtækja metur ekki frammistöðu starfsfólks eða stjórnenda með formlegum hætti. Útbreiðsla slíks mats er mun minni hér á landi en í samanburðarlöndum. Þá bregðast einungis 60 prósent íslenskra fyrirtækja við með markvissum hætti þegar starfsfólk nær ekki þeim árangri sem ætlast er til.

Rannsókn Háskólans í Reykjavík leiðir enn fremur í ljós að opinberi geirinn er að mörgu leyti skemur á veg kominn í mannauðsstjórnun en einkageirinn. Vægi starfsmannastjórnunar hefur þó aukist á síðustu árum í íslenskum fyrirtækjum og þrír af hverjum hverjum starfsmannastjórum sitja í framkvæmdastjórnum fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×