Erlent

Samkynhneigð dýr

Margir norskir prestar eru argir yfir sýningu á samkynhneigðum dýrum í náttúrugripasafninu í Osló. Á sýningunni er meðal annars sagt frá því að samkynhneigð finnist hjá meira en fimmtán hundruð dýrategundum. Sýningin ber yfirskriftina; "Gegn lögmálum náttúrunnar".

Sýningarstjórinn, Geir Sörli, segist hafa fengið hugmyndina eftir að vinnuhópur við safnið bar fram spurninguna; "Getur náttúrufræðin verið umdeilanleg". Það getur hún sannarlega verið hjá sumum prestum. Einn þeirra skrifar á heimasíðu TV2 í Noregi, þar sem hann harmar að peningar skattborgaranna séu notaðir fyrir sýningu þar sem verið sé að gera samkynhneigð lögmæta, með því að sýna hvað gerist í dýraríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×