25 uppreisnarmenn í Afganistan drepnir

Afgangskar öryggissveitir skutu 25 uppreisnarmenn til bana í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun. Uppreisnarmennirnir gerðu áhlaup á lögreglustöð í héraðinu en öryggissveitum tókst að hrinda því og felldu 25 menn. Þá slösuðust þrír ítalskir friðargæsluliðar þegar herbifreið var sprengd í loft upp í Herat-héraði í vesturhluta landsins. Átök öryggissveita við uppreisnarmenn talibana hafa ekki verið meiri í Afganistan frá því að stjórn talibana var komið frá völdum fyrir um fimm árum en stjórnvöld í Afganistan og Pakistan hafa deilt um það hverjum sé um að kenna. Afganar halda því fram að herskáir múslimar streymi yfir landamærin frá Pakistan en Pakistanar segja málið innanríkisvanda Afgana.