Drogba er funheitur 27. september 2006 21:21 Didier Drogba hefur farið á kostum undanfarið og skorar grimmt - á meðan félagi hans og stórstjarna Andriy Shevchenko hefur ekki skorað í sex leikjum í röð NordicPhotos/GettyImages Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. "Drogba er funheitur núna og skorar grimmt bæði í Evrópu og í deildinni. Hann er ekki bara að skora grimmt, heldur vinnur hann vel fyrir liðið og þetta er því frábær dagur fyrir hann og liðið," sagði Mourinho í samtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir leikinn í kvöld. Drogba sjálfur er ekkert að missa sig þó hann hafi verið iðinn við kolann undanfarið og hafi skorað 7 mörk í 8 leikjum á tímabilinu. "Ok, ég skoraði þrennu í kvöld og er sáttur við það, en það mikilvægasta er að við náðum í þrjú stig á útivelli í Meistaradeildinni. Það er engu að síður gaman að ná að skora sína fyrstu þrennu fyrir liðið, því ég hef verið að keppast við að ná þeim áfanga síðan ég gekk í raðir Chelsea. Mér líður vel á vellinum og nýt mín til fullnustu þessa dagana," sagði Drogba. Jose Mourinho viðurkenndi að lið sitt hefði þó ekki spilað sérlega vel í Sofia í kvöld og benti á að þrátt fyrir sigurinn væri enn langt í land með að komast upp úr riðlinum erfiða. "Ef Bremen fær sex stig úr leikjum sínum gegn Levski er ég hræddur um að þessi riðill verði gríðarlega erfiður. Ég held að við þurfum að minnsta kosti tíu eða ellefu stig til að fara áfram úr þessum riðli. Við erum enn að bæta okkur sem lið og höfum unnið sex síðustu leiki okkar án þess að spila sérlega vel - svo við erum líklega í ágætri stöðu eftir allt," sagði Mourinho. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sjá meira
Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. "Drogba er funheitur núna og skorar grimmt bæði í Evrópu og í deildinni. Hann er ekki bara að skora grimmt, heldur vinnur hann vel fyrir liðið og þetta er því frábær dagur fyrir hann og liðið," sagði Mourinho í samtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir leikinn í kvöld. Drogba sjálfur er ekkert að missa sig þó hann hafi verið iðinn við kolann undanfarið og hafi skorað 7 mörk í 8 leikjum á tímabilinu. "Ok, ég skoraði þrennu í kvöld og er sáttur við það, en það mikilvægasta er að við náðum í þrjú stig á útivelli í Meistaradeildinni. Það er engu að síður gaman að ná að skora sína fyrstu þrennu fyrir liðið, því ég hef verið að keppast við að ná þeim áfanga síðan ég gekk í raðir Chelsea. Mér líður vel á vellinum og nýt mín til fullnustu þessa dagana," sagði Drogba. Jose Mourinho viðurkenndi að lið sitt hefði þó ekki spilað sérlega vel í Sofia í kvöld og benti á að þrátt fyrir sigurinn væri enn langt í land með að komast upp úr riðlinum erfiða. "Ef Bremen fær sex stig úr leikjum sínum gegn Levski er ég hræddur um að þessi riðill verði gríðarlega erfiður. Ég held að við þurfum að minnsta kosti tíu eða ellefu stig til að fara áfram úr þessum riðli. Við erum enn að bæta okkur sem lið og höfum unnið sex síðustu leiki okkar án þess að spila sérlega vel - svo við erum líklega í ágætri stöðu eftir allt," sagði Mourinho.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sjá meira