Umsátri við framhaldsskóla lokið

Umsátri lögreglu við framhaldsskóla í Bailey í Colarado í Bandaríkjunum er lokið. Fréttavefurinn CNN greinir frá því að byssumaður, sem hélt tveimur stúlkum í gíslingu, sé látinn. Maðurinn réðst inn í skólann fyrr í dag, hóf skothríð og tók sex manns í gíslingu en hann sleppti þó fljótlega fjórum þeirra.