Erlent

Rússar hóta Shell

Háttsettur talsmaður rússneska umhverfisráðuneytisins herti í dag árásir á Shell-olíufélagið sem er að undirbúa olíu- og gasvinnslu á Shakali-eyju sem tilheyrir Rússlandi. Hann sagði að Rússar vildu fá skaðabætur fyrir hvert einasta tré og hverja einustu á sem eyðilegðist. Hann hótaði jafnframt að draga Shell fyrir glæpadómstól ef það hætti ekki villimannslegu framferði sínu.

Fréttaskýrendur og diplómatar segja að þetta sé enn ein átyllan sem Rússar finni sér til þess að þvinga Shell til að semja upp á nýtt um orkuvinnslu á Shakalin. Rússum finnst að þeir fái ekki nóg í sinn hlut með samningnum sem nú er í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×