Öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur að því hversu langt má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig sækja má meinta erlenda hryðjuverkamenn til saka. Bush á nú aðeins eftir að skrifa undir lögin svo þau öðlist gildi.
Hryðjuverkafrumvarp Bush komið í gegnum þingið
