Erlent

Hótar Rússum

MYND/AP

Alexander Lúkasjenkó, hótaði í dag að slíta öll tengsl við Rússland, ef Rússar hækka verð á gasi til Hvíta Rússlands.

Rússneski orkurisinn Gazprom hefur hótað að fjórfalda verð á gasi til Hvíta Rússlands, nema það afsali sér yfirráðum yfir gasleiðsluneti sínu. Þessu hefur Lúkasjenkó, forseti, ítrekað hafnað. Ef Lúkasjenkó gerir alvöru úr hótun sinni um að slíta öll tengsl við Rússland, verður hann heldur vinafár.

Vesturlönd vilja ekkert af honum vita vegna skelfilegrar stöðu í mannréttindamálum, auk þess sem þau segja að forsetakosningarnar sem hann vann, í Mars, hafi einkennst af svindli og svínaríi. Vladimir Pútin var einn örfárra þjóðarleiðtoga sem sendu Lúkasjenko hamingjuóskir, við það tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×