Erlent

Reiðhjólin víkja fyrir bílum í Peking

Peking, höfuðborg Kína, hefur verið paradís hjólreiðamanna um áratugaskeið. Nú hafa tímarnir hins vegar breyst og tveggja hjóla fákar þurfa að víkja úr vegi fyrir fjögurra hjóla spúandi drekum.

Það er ekki lengur auðvelt að spæna um Peking á reiðhjóli. Allt það sem fylgir vaxandi stórborg, þar á meðal sístækkandi bílafloti er smám saman að ýta reiðhjólunum út í kant og inn í skúr. Sífellt fleiri Kínverjar kjósa fremur að festa kaup á bíl og komast leiðar sinnar þannig.

Það þýðir auðvitað líka meiri og fleiri umferðarteppur, mengun, og reiði yfir hækkandi eldsneytisverði. Borgaryfirvöld hafa þó ákveðið að koma reiðhjólamönnum til varnar og hafa fyrirskipað endurgerð hjólreiðaakreina og aflétt banni á rafmagnshjól. Og þótt bílarnir séu vinsælir þá eru margir Pekingbúar líka ákveðnir í að halda í sínar hefðir og vilja ekki sjá fjögurra hjóla tækin, þótt þau standi til boða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×