Erlent

Tólf látnir eftir sjálfsmorðsárás í Kabúl

Frá vettvangi tilræðisins í Kabúl í morgun.
Frá vettvangi tilræðisins í Kabúl í morgun. MYND/AP

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir sjálfsmorðsárás fyrir utan innanríkisráðuneyti Afganistans í höfuðborginni Kabúl í morgun. Haft er eftir talsmanni ráðuneytisins að 42 hafi slasast í árásinni, þar af tveir lögreglumenn.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að sjálfsmorðsárásarmaðurinn hafi sprengt sig í loft upp nærri hliði fyrir utan ráðuneytið þar sem fjöldi manns var að koma til vinnu. Sjálfmorðsárásum í Kabúl hefur fjölgað umtalsvert undanfarnar vikur og mánuði þrátt fyrir aukna öryggisgæslu, en í flestum tilfellum hefur verið um að ræða uppreisnarmenn talibana. Talsmaður þeirra hefur lýst yfir ábyrgð hendur talibönum vegna árásarinnar í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×