Erlent

Hermenn komnir að flaki farþegaflugvélar í Amazon

Mynd frá flugher Brasilíu frá vettvangi slyssins.
Mynd frá flugher Brasilíu frá vettvangi slyssins. MYND/AP

Hermenn eru komnir að flaki farþegavélarinnar sem hrapaði í regnskógum Amazon á föstudag. 155 manns voru um borð og þótt björgunarsveit sé komin á staðinn, hefur ekki verið staðfest enn hvort einhverjir eftirlifendur séu. Það er þó talið ólíklegt. Björgunarsveitin er að ryðja skóg, svo hægt sé að lenda þyrlum við flakið. Talið er að lítil vél hafi flogið í veg fyrir farþegavélina, sem var af gerðinni Boeing 737. Það var borið til baka í gær, en rannsókn er nú beint að því á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×