Erlent

Kosið víða um heim í dag

Alfred Gusenbauer, leiðtogi sósíaldemókrata í Austurríki, á kjörstað í Ybbs, vestur af höfuðborginni Vín, í morgun.
Alfred Gusenbauer, leiðtogi sósíaldemókrata í Austurríki, á kjörstað í Ybbs, vestur af höfuðborginni Vín, í morgun. MYND/AP

Kosningar verða víða um heim í dag. Í Brasilíu eru forsetakosningar og er búist við að núverandi forseti, Luis Ignacio "Lula" da Silva, beri sigur úr býtum. Í Bosníu og Austurríki eru þingkosningar. Í Austurríki sýna skoðanakannanir hnífjafnt fylgi hægri flokks Wolfgangs Schussels og vinstri flokks Alfreds Gusenbauers.

Það er einnig búist við mjög spennandi kosningum í Bosníu, en síðan borgarastríðinu lauk þar fyrir ellefu árum hafa þjóðernisflokkar átt mjög sterk ítök. Tapi þeir og flokkar hlynntir frekari sameiningu ná að mynda stjórn er líklegt að alþjóðaliðið sem ráðið hefur lögum og lofum í landinu frá stríðslokum hverfi á braut.

Og Ungverjar ganga einnig að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Þar er spurningin hvort flokki Guyrcsanys forsætisráðherra verði refsað fyrir lygar hans um stöðu efnahagsmála fyrir þingkosningarnar síðustu sem skiluðu honum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×