Sýn Extra verður með beina útsendingu frá leik grannliðanna Atletico Madrid og Real Madrid í spænska boltanum klukkan 16 í dag en leikurinn verður svo sýndur á Sýn klukkan 18:50 um leið og leik Fram og Gummersbach lýkur. Þá er rétt að minna á NFL leikinn sem verður í beinni á Sýn klukkan 20:50 en þar eigast við Cincinnati Bengals og New England Patriots.