Erlent

Birti myndband með Mohammed Atta í fyrsta sinn

Mynd sem birt var af Mohammed Atta skömmu eftir árásirnar á tvíburaturnana 11. september.
Mynd sem birt var af Mohammed Atta skömmu eftir árásirnar á tvíburaturnana 11. september. MYND/AP

Myndband af Mohammed Atta, manninum sem flaug vél inn í annan turnanna í World Trade Center 11. september 2001, hefur verið birt á Netinu í fyrsta sinn. Það er breska dagblaðið Sunday Times sem birtir myndbandið en þar sést hann bæði grínast og ræða alvarlega við annan mann, Ziad Jarrah, sem tók þátt í að ræna flugvél United Airlines sem brotlenti í Pennsylvaníu daginn örlagaríka.

Myndbandið er tekið 18. janúar árið 2000, um einu og hálfu ári fyrir árásirnar, og var ætlunin að birta það eftir að mennirnir hefðu rænt vélunum. Myndbandið fannst í þjálfunarbúðum al-Qaida í Afganistan en á því eru einnig myndir af Osama bin Laden, leiðtoga samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×