Erlent

Þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu í kjölfar flugslyss

Ættingjar fólks sem var um borð í flugvélinni bíða þess að yfirvöld staðfesti að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu.
Ættingjar fólks sem var um borð í flugvélinni bíða þess að yfirvöld staðfesti að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu. MYND/AP

Luis Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu eftir að farþegaflugvél með 155 manns innanborðs hrapaði í skógum Amason í fyrradag.

Björgunarmenn eru nú á vettvangi, sem er mjög afskekktur, en engin merki eru um að nokkur hafi lifað af slysið. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 737, var á leið frá bænum Manaus til höfuðborgarinnar Brasilíu á föstudag þegar hún hvarf af ratsjám. Beinist rannsókn flugmálayfirvalda að því hvort hún hafi rekist á smærri flugvél í lofti. Ef enginn finnst á lífi eftir slysið er þetta versta flugslys í sögu Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×