Erlent

September sá heitasti í Bretlandi frá upphafi

MYND/Reuters

Útlit er fyrir að nýliðinn september verði sá heitasti í Bretlandi frá því að veðurmælingar hófust, eða 15,4 gráður. Er það 0,7 gráðum heitara en í september árið 1949. Veðurstofa Bretlands mun á morgun staðfesta metið sem er rúmum þremur gráðum hærra en langtímameðaltal.

Þetta er ekki fyrsta hitametið sem fellur á árinu því hitabylgja gekk yfir Bretland í sumar og reyndist júlímánuður sá heitasti sem mælst hefur. Slíkar bylgjur verða á um það bil 20 ára fresti í Bretlandi en veðurfræðingar í landinu spá því að þær verði árviss viðburður fyrir næstu aldamót, meðal annars vegna loftslagsbreytinga af völdum gróðurhúsaáhrifa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×