Erlent

Fimm létust þegar hraðbraut hrundi í Kanada

Björgunarmenn unnu í alla nótt að ná bílunum tveimur undan steypufarginu.
Björgunarmenn unnu í alla nótt að ná bílunum tveimur undan steypufarginu. MYND/AP

Fimm manns létust þegar hraðbraut í Montreal í Kanada hrundi í gær. Fólkið var allt í tveimur bílum á vegi undir hraðbrautinni sem krömdust þegar brautin hrundi. Björgunarmenn voru að störfum í alla nótt til þess að ná bílunum undan rústunum en auk þeirra fimm sem létust slösuðust sex, þar af þrír alvarlega. Greint er frá því í kanadískum fjölmiðlum að vegfarendur hafi hringt í lögreglu um klukkustund fyrir slysið og sagst hafa séð sprungur í hraðbrautinni og steypubita hrynja úr henni. Ekki liggur þó fyrir hvers vegna brautin hrundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×