Erlent

Meintir talibanar handteknir í Pakistan

Pakistönsk lögregla handtók í dag sex meinta uppreisnarmenn úr röðum talibana. Mennirnir voru gripnir á einkasjúkrahúsi í borginni Quetta þangað sem þeir höfðu leitað aðstoðar eftir að hafa særst í átökum í suðurhluta Afganistans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem meintir uppreisnarmenn eru handteknir í borginni því í júlí vour 250 slíkir teknir höndum og stór hluti færður í hendur afganskra yfirvalda sem slepptu þeim og sögðu þá ekki hluta af uppreisnarhreyfingu talibana.

Hnútur hafa gengið milli afganskra og pakistanskra yfirvalda að undanförnu en þau fyrrnefndu segja talibana skipuleggja árásir sínar í héruðum Pakistans án þess að yfirvöld í Islamabad geri nokkuð. Því hafa pakistönsk yfirvöld hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×