Erlent

15 særðust í sprengingu á kaffihúsi

Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag.

Stjórnvöld í Ankara segja PKK-liða bera ábyrgð á dauða þrjátíu þúsund manna síðan þeir hófu vopnaða baráttu fyrir sjálfstæðu landi Kúrda í suð-austur Tyrklandi. Hermálayfirvöld í Tyrklandi hafa þó sagt vopnahlésyfirlýsinguna merkingarlausa, stríðandi ríki geti aðeins lýst yfir vopnahlé. Yasar Buyukanite, yfirhershöfðingi, segir Tyrkir, auk Bandaríkjamanna og Evrópusambandsríkja, flokka PKK sem hryðjuverkasamtök og liðsmönnum beri að leggja niður vopn á skilyrða.

Auk Kúrda hafa hægrisinnaðir hryðjuverkamenn og herskáir Íslamistar lýst árásum í landinu á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×