3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns 2. október 2006 22:17 MYND/AP Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni. Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira