Erlent

Hamas vill reyna til þrautar að mynda stjórn

Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, hvatti í dag Mahmoud Abbas, forseta, til þess að halda áfram samningaviðræðum um þjóðstjórn. Abbas hefur hótað að leysa upp ríkisstjórn Hamas samtakanna, og boða til nýrra kosninga.

Stjórnarviðræðurnar hafa strandað á því að Hamas vilja hvorki afneita ofbeldi né viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Það hefur haft í för með sér að öllum fjárstuðningi við Palestínumenn, frá Vesturlöndum, hefur verið hætt.

Aukinheldur hafa tugir manna fallið í innbyrðis valdabaráttu Palestínumanna undanfarnar vikur. Abbas segir að ekki verði lengur unað við þetta ástand, en Haniyeh vill greinilega gefast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×