Bandarískar og íraskar hersveitir felldu tuttugu liðsmenn úr herflokki sjíaklerksins Muqtada al-Sadr í hörðum bardaga í borginni Diwaniya í nótt. Talsmenn Bandaríkjahers segja að átökin hafi hafist eftir að skotið var á þá við eftirlitsstörf í bænum. Þá fann lögreglan í Bagdad lík fimmtíu manna í gær sem bersýnilega hafði verið rænt og pyntaðir til dauða.
Harðir bardagar í Diwaniya
