Erlent

Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

Ban Ki-Moon
Ban Ki-Moon

Örryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að tilnefna Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Allsherjarþing samtakanna þarf að vísu að staðfesta tilnefninguna, en gengið er út frá því sem vísu að það verði gert.

Ban Ki-Moon, sem er sextíu og tveggja ára gamall, tekur við af Kófí Annan, sem verið hefur framkvæmdastjóri í tíu ár. Kjörtímabil hans rennur út 31. desember næstkomandi.

Kóreumaðurinn á ærið verk fyrir höndum. Hann tekur við stofnun sem hefur níuþúsund starfsmenn, og níutíu þúsund friðargæsluliða í átján löndum. Hann þarf að spila vel úr fjögurhundruð milljarða króna rekstrarfé stofnunarinnar og taka tillit til sjónarmiða eitthundrað níutíu og tveggja aðildarþjóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×