Franskir reykingarmenn eru æfir ákvörðun franskra stjórnvalda að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008.
Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í gær að reykingar verði bannaðar í Frakklandi á flestum opinberum stöðum frá febrúar á þessu ári og á börum, veitingastöðum og næturklúbbum ellefu mánuðum síðar. Frakkland fylgir þar með fordæmi annarra Evrópuríkja eins og Írlands og Ítalíu. Talið er að reykingarfólk sé um fjórðungur fullorðinna Frakka.