Ein álma Heathrow flugvallar, í Lundúnum, hefur verið rýmd útaf grunsamlegri tösku.
Lögreglan segir að maður hafi komið hlaupandi inn í innritunarsalinn, sleppa þar töskunni og hlaupið út aftur.
Skrifstofubygging í næsta húsi var einnig rýmd og fólk fær ekki að koma nær byggingunni en 300 metra.