Vængmaðurinn ungi, Aaron Lennon hjá Tottenham, er nú farinn að stunda léttar æfingar á ný eftir að hafa gengist undir lítla aðgerð á hné fyrir skömmu. Bati enska landsliðsmannsins hefur verið skjótari en nokkur þorði að vona, en hann verður þó ekki klár í slaginn gegn Aston Villa um helgina.
Fyrirliðinn Ledley King verður þó væntanlega í byrjunarliðinu eftir að hafa jafnað sig af meiðslum sem héldu honum út úr landsliðshópnum gegn Króatíu.