Framherjinn Andy Johnson hjá Everton var í dag kjörinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Johnson skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir þá bláu í september og hefur alls skorað sex mörk í deildinni.
Everton hefur enn ekki tapað leik í deildinn og var Johnson kallaður inn í enska landsliðið á ný í kjölfar frammistöðu sinnar. Hann var þó svo óheppinn að meiðast og gat því ekki leikið með Englendingum.