Erlent

Enn eitt hneykslið hjá Repúblíkönum

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Bob Ney mætir fyrir rétt í Washington í dag.
Fulltrúadeildarþingmaðurinn Bob Ney mætir fyrir rétt í Washington í dag. MYND/AP

Fyrsti bandaríski þingmaðurinn hefur nú játað á sig mútuþægni í máli Jack Abramoffs, fulltrúa þrýsihóps sem hefur verið sakfelldur fyrir að bera fé á þingmenn. Bob Ney er fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Ohio. Hann dró framboð sitt til þingkosninganna í næsta mánuði til baka í ágúst þegar ljóst var að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafði hafið rannsókn á tengslum hans við Abramoff.

Ney mun segja af sér þingmennsku á næstu dögum. Hann mun hafa þegið ýmsar gjafir frá Abramoff. Ney viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði verið í áfengismeðferð síðustu vikur. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi en lagt er til að hann verði látinn afplána rétt rúmlega 2 ára dóm.

Abramoff hneykslið og uppljóstranir um klúr tölvupóstskeyti annars þingmanns, Mark Foley, til unglingspilsta, hafa skaðað Repúblíkanaflokkinn í aðdraganda þingkosninganna og líklegt talið að hann missi meirihluta sinn í næsta mánuði.

Hneykslið í kringum Abramoff teygir anga sína inn í Hvíta húsið en fyrrverandi starfsmaður í stjórnarteymi Bush Bandaríkjaforesta hefur verið sakfelldur í tengslum við málið auk þess sem Susan Ralston, aðstoðarmaður Karls Rove, eins helsta ráðgjafa forsetans, vék úr starfi í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×