Erlent

Ban Ki-Moon næsti framkvæmdastjóri SÞ

Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu (tv.), tekur við embætti framkvæmdastjóra SÞ af Kofi Annan (th.) 1. janúra nk.
Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu (tv.), tekur við embætti framkvæmdastjóra SÞ af Kofi Annan (th.) 1. janúra nk. MYND/AP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna skipaði í kvöld Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, í embætti framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við af Kofi Annan um næstu áramót.

Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna mælti með Ki-Moon í embættið í síðustu viku.

Ban Ki-Monn hefur sagt að hann stefni að því að gera Sameinuðu þjóðirnar skilvirkari og tengja og betur málefnum og viðfangsefnum 21. aldarinnar.

Ki-Moon er fyrsti Asíubúinn sem tekur við embættinu síðan U Thant frá Búrma gegndi því á árunum 1961 til 1971. Fulltrúar Asíuríkja höfðu lagt áherslu á að næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kæmi frá þeim heimshluta en Kofi Annan, sem er frá Afríkuríkinu Gana, hefur gengt embættinu í áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×