Alan Pardew viðurkennir að hann óttist mjög að verða vikið úr starfi hjá West Ham eftir að liðið seig niður í fallbaráttuna í gær með 2-0 tapi gegn Portsmouth.
"Hver einasti þjálfari sem tapað hefur 6 leikjum óttast að missa starfið. Þetta er líklega erfiðasta tímabil sem ég hef gengið í gegn um nokkru sinni og þetta er óásættanlegt. Maður verður samt að reyna vera maður til að standa undir þessu - og ég er það. Ég verð að gera miklar breytingar á öllu sem við erum að gera hérna og það eina sem maður getur gert er að leggja enn harðar að sér."