Barcelona lagði Sevilla

Barcelona lagði Sevilla 3-1 í spænska boltanum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona. Ronaldinho skoraði tvö mörk, annað úr víti og Leo Messi bætti við þriðja marki Katalóníumanna sem skutust á toppinn með sigrinum.