Ástæða til að rannsaka 15. október 2006 19:36 Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, var í Silfri Egils í dag og fullyrti þar að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Árni Páll segist hafa notið trúnaðar í störfum sínum og muni ekki brjóta þann trúnað. Hann vill því ekki upplýsa hver varaði hann við, né hverjir áttu að hafa hlerað hann. Norðmenn skipuðu á sínum tíma opinbera rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum á tímum kalda stríðsins sem gerði síðan allar njósnir opinberar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að slík nefnd væri óþörf enda hafi nú þegar verið sett á laggirnar nefnd undir formennsku Páls Hreinssonar lagaprófessors og dósents við Háskóla Íslands. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir að ekki sé þörf fyrir sérstaka rannsóknarnefnd. Eðlilegt sé að álykta að nóg væri að hafa nefnd sem hefði fullt umboð til að skoða þau gögn sem til eru um þessi mál. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði að henni væri falið að semja reglur sem veita fræðimönnum frjálsan aðgang að upplýsingum úr kalda stríðinu. Nefndinni er ekki falin valdheimild til að rannsaka einstök mál. Það þýðir að nefndin getur ekki rannsakað tímabilið frá 1945-1951. En þær meintu hleranir sem Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, segjast hafa orðið fyrir áttu sér stað eftir 1991 og koma nefndinni þar af leiðandi ekkert við. Flokksbróðir Jóns Sigurðssonar, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að öllum væri fyrir bestu að rannsaka málið því ekki verði búið við þessa óvissu. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, var í Silfri Egils í dag og fullyrti þar að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Árni Páll segist hafa notið trúnaðar í störfum sínum og muni ekki brjóta þann trúnað. Hann vill því ekki upplýsa hver varaði hann við, né hverjir áttu að hafa hlerað hann. Norðmenn skipuðu á sínum tíma opinbera rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum á tímum kalda stríðsins sem gerði síðan allar njósnir opinberar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að slík nefnd væri óþörf enda hafi nú þegar verið sett á laggirnar nefnd undir formennsku Páls Hreinssonar lagaprófessors og dósents við Háskóla Íslands. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir að ekki sé þörf fyrir sérstaka rannsóknarnefnd. Eðlilegt sé að álykta að nóg væri að hafa nefnd sem hefði fullt umboð til að skoða þau gögn sem til eru um þessi mál. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði að henni væri falið að semja reglur sem veita fræðimönnum frjálsan aðgang að upplýsingum úr kalda stríðinu. Nefndinni er ekki falin valdheimild til að rannsaka einstök mál. Það þýðir að nefndin getur ekki rannsakað tímabilið frá 1945-1951. En þær meintu hleranir sem Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, segjast hafa orðið fyrir áttu sér stað eftir 1991 og koma nefndinni þar af leiðandi ekkert við. Flokksbróðir Jóns Sigurðssonar, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að öllum væri fyrir bestu að rannsaka málið því ekki verði búið við þessa óvissu.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira