Erlent

Svörtu hlébarðanna minnst

MYND/AP

Októbermánuður markar fjörtíu ára afmæli Svörtu hlébarðanna, en samtökin voru stofnuð á sjöunda áratugnum og börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum.

Fyrrverandi meðlimir samtakanna söfnuðust saman í Oakland í Kaliforníu um helgina til að fagna þessum tímamótum og rifja upp gamla tíma. Þrátt fyrir að flestir minnist Svörtu hlébarðanna fyrir vopnaða baráttu þeirra segja meðlimir samtökin hafa verið mun meira en það. Samtökin hafi sýnt hversu erfitt var fyrir arðrænda hópa að berjast gegn kerfinu. Hópurinn leystist upp sextán árum eftir stofnun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×