Innlent

Dagsbrún Media skoðar fleiri markaði

Dagsbrún Media skoðar nú dagblaðaútgáfu á fleiri mörkuðum en í Danmörku, eftir því sem fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri DaGsbrúnar Media, segir þó ekkert í hendi en telur að Noregur sé góður markaður fyrir fríblað líkt og Fréttablaðið og Nyhedsavisen. Gunnar segir að alls sé verið að skoða sjö markaði í Evrópu með það að markmiði að hefja útgáfu fríblaðs á þremur af þeim á næstu árum, en það eru Noregur, Svíþjóð, Finnland, Belgía, Holland, Skotland og Írland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×