Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar 16. október 2006 15:18 Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörðun sína á því að í 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands segi að um aðgang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum.„Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans Ólafssonar og þar með að byggja hina kærðu ákvörðun á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um framkvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fyrir liggur að reglugerð skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki verið sett og skiljanlegt er að þjóðskjalaverði hafi verið vandi á höndum vegna þess við afgreiðslu hinnar kærðu ákvörðunar.Á hinn bóginn verður að telja að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi þjóðskjalaverði borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra lagasjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að umræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða kæranda persónulega, auk ákvæða stjórnarskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýsingum um aðra en kæranda í viðkomandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu.Í ljósi þess að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til beiðni kæranda, dags. 25. júlí og 21. ágúst sl., á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun og leggja fyrir þjóðskjalavörð að taka beiðni Kjartans Ólafssonar frá 25. júlí og 21. ágúst sl. til meðferðar og úrlausnar að nýju," segir í tilkynningunni. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörðun sína á því að í 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands segi að um aðgang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum.„Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans Ólafssonar og þar með að byggja hina kærðu ákvörðun á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um framkvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fyrir liggur að reglugerð skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki verið sett og skiljanlegt er að þjóðskjalaverði hafi verið vandi á höndum vegna þess við afgreiðslu hinnar kærðu ákvörðunar.Á hinn bóginn verður að telja að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi þjóðskjalaverði borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra lagasjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að umræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða kæranda persónulega, auk ákvæða stjórnarskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýsingum um aðra en kæranda í viðkomandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu.Í ljósi þess að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til beiðni kæranda, dags. 25. júlí og 21. ágúst sl., á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun og leggja fyrir þjóðskjalavörð að taka beiðni Kjartans Ólafssonar frá 25. júlí og 21. ágúst sl. til meðferðar og úrlausnar að nýju," segir í tilkynningunni.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda