Neville og Ronaldo klárir

Gary Neville og Cristiano Ronaldo mættu báðir á æfingu hjá Manchester United í morgun og verða því væntanlega klárir í slaginn gegn FC Kaupmannahöfn annað kvöld, en United hefur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa. Gabriel Heinze er þó enn tæpur vegna meiðsla á læri.