Rétt er að minna enn og aftur á knattspyrnuveisluna sem verður á sjónvarpsstöðvum Sýnar í dag og í kvöld, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeild Evrópu. Fjörið hefst með leik CSKA Moskva og Arsenal á Sýn klukkan 16:15.
Leikur Manchester United og FC Kaupmannahafnar verður sýndur á Sýn klukkan 18:30, Steua Búkarest og Real Madrid á Sýn Extra klukkan 18:30 og svo leikur Celtic og Benfica á sama tíma á Sýn Extra. Guðni Bergs og Heimir Karls verða svo vitanlega á sínum stað með upphitun, mörkin, greiningu og grín.